Ég ákvað að reyna að greina sköpunarferlið mitt með því að setja það upp í svona kort sem tengdi saman helstu aðferðir til að fá hugmyndir, hvaðan hugmyndin kemur. Í raun hvert sköpunarferlið er frá upphafi til enda.
Haha snilld! Var þetta verkefni? Virkilega gaman að sjá ferlið þitt sem er mjög viðarmikið. Reyndar eitt sem stakk strax í augun er að fara í sturtu til að fá hugyndir. Fæ allar mínar hugmyndir (þá ekki bara í teiknum) í sturtu eða rétt áður ég sofna. Einu tímarnir líklega sem maður er ekki busy :D
Nei þetta var ekki verkefni, upprunalega áttum við að taka viðtöl við aðra í bekknum og gera grein fyrir sköpunarferli þeirra, þá kom þessi hugmynd upp og ég gerði eitt svona um mig.
En sturtan er besti staðurinn þegar ég er í vandræðum með einhverja hluti og vantar lausnir. Fullkomlega rólegt, ekkert að gera nema standa og hugsa. :P
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..