Byrjum á að hæla myndinni áður en ég byrja að gagnrýna :P
og vonandi tekurðu því ekki of illa.
En mér finnst mjög skemmtilegt umhverfið í myndinni.
Skuggarnir eru mjög fallegir og þá sérstaklega skugginn af manneskjunni sem fellur á einn ferninginn.
En ég sé reyndar enga tengingu við Hopper. Það gæti verið að ég sé svolítið mengaður af því að ég þekki nokkuð vel inn á Hopper og lykillinn í verkum hans er leitin að hinum fullkomna skugga.
http://www.dicta.com.br/wp-content/uploads/hopper_study_for_the_morning_sun.jpgEn það er það sem mér finnst vanta í myndina, þessi fallegu “Samskipti” skugga og ljóss.
því ljós og skuggar geta verið svo miklu miklu meira, það getur verið, ef það er rétt notað, persóna í verkum.
Líkt og í ljósmyndum Gregory Crewdson
http://4.bp.blogspot.com/_4OYGjUrdllo/Sgs7szm3QYI/AAAAAAAAVaU/oFwOTDh3Zo0/s400/crewdson3.jpgog
http://coromandal.files.wordpress.com/2008/05/amstaged_0305.jpgEn þetta fallega ljós sem ég sá votta fyrir í mynd þinni
Steffan the STEAM-MACHINE er því miður ekki í þessari mynd.
En kannski var það ekki markmiðið í verkefninu að vinna með ljósið, frekar að skapa nýjan hugheim framtíðarinnar út frá forsendum málverksins. er að giska á að þú sér að vinna út frá “Morning sun” verkinu.
Annars fín mynd, vona að mér hafi tekist að gera mig eitthvað skiljanlegan. bíð spenntur eftir næstu mynd.