Flestir hafa sínar túlkanir á hvað list er. Ég sjálf hef ekki gert mér fullkomnlega grein fyrir hvernig skal skilgreina þetta hugtak. Hvað finnst ykkur vera list?
Tæknilega er það ekki klósett skálin sem er listin heldur atburðirnir sem fylgdu henni.
En hvað er list er háð því út frá hverju þú skoðar það, en ég ætla ekki nánar út í það þar sem það tekur margar margar margar blaðsíður. þess í stað ætla ég að koma með þessar tvær pælingar:
List er sameiginlegt mengi listamannsins og áhorfendans.
seinni:
List eru viðbrögð listamanna við samfélaginu.
Bætt við 25. nóvember 2009 - 02:50
í línu númer tvö átti að standa
En hvað er list? það er háð því sem þú skoðar það útfrá, í menningarlegu samhengi, samfélagslegu eða listfræðilegu.
Abstrakt er næstum 70 ára gamalt fyrirbrigði. jafnvel 100 ára gamalt fyrirbrigði eftir hvernig er litið á það. Klósettið hans Duchamp er að verða 90 gamalt fyrirbrigði.
mest öll nýleg list er einhverskonar afbrigði af því sem hefur verið í gangi seinustu hundrað og tuttugu árin.
Bara svona forvitni hvernig fólk skilgreinir hlutina.
Ég hugsa allavega um nútímalist eftir svona 1900 og þá sérstaklega ákveðnar stefnur eins og geómetrísk abstraktíon, abstrakt, dadaismi og expressionismi. Ég er svosem ekki að dissa þessar stefnur sem ég tók sem dæmi af því að allar hafa þær marga frábæra listamenn og listaverk. Ætli það sem ég sé ekki að reyna að segja er að ég hrífst ekki af rauðum punkti á striga þegar þú gætir málað svo margt annað til að tjá þig. En verandi manneskja sem dáir endurreisn og raunsæi þá er það kannski ekki skrítið :P
En hvenær ertu orðinn listamaður? Þegar þú stundar list, skilgreinir sjálfan þig sem listamann eða þegar þú ert komin með menntun í það? Bara svona pæling.
held að það sé þegar samfélagið hefur tekið við manni sem listamanni. hér á íslandi ertu ekki orðinn listamaður fyrr en þú hefur lokið háskólanámi eða öðru æðra listnámi en framhaldsskóla. fynnst það frekar leim en þrátt fyrir það eru til undantekningar sem eru þá bara samfélagskenndar.
Það er hægt að vera listamaður hvort sem maður líkur námi eða ekki. Þar kemur pæling mín um:
Sameiginlegt mengi listmanns og áhorfanda.
Því svo framalega sem einhver stígur fram og tilkynnir: “Þetta er list, ég bjó þetta til.” og einhver áhorfandi stígur fram og segir: “Þetta er list ég samþykki það.”
Þá verður hluturinn list, og sá er lagði þetta fram listamaður.
Góð skilgreining :) En samt satt hjá Darth, það er í það minnsta erfiðara að verða samþykktur sem listamaður af samfélaginu. Kannski þarftu bara að vera listamðaur að atvinnu til þess, þótt margir séu listamenn ásamt ´því að vinna við eitthvað allt annað.
Já það finnst mér góð pæling, ég var einhverntíman komin út í það að list þyrfti að hafa einhvern tilgang og vekja upp einhverja hugsun til þess að geta verið list.
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..