Jaahh.. það er alveg endalaust hægt að skrafa um hvort hann hafi verið nasiti eða ekki og hvað skilgreinir þig sem slíkann :) En flestir sama hvoru megin þeir standa ættu að geta verið sammála um að hann var mætur maður og virðing borinn fyrir honum. Hvað sagði ekki Churchill;“We have a very daring and skillful opponent against us, and, may I say across the havoc of war, a great general.”
Bætt við 12. október 2009 - 22:15 og takk f commentið.
Neiiii.. Santaclaw er nick sem ég var með á ircinu fyrir möööörgum árum síðan. Svo kom mynd eftir Tim Burton herna um árið í henni var alltaf talað um Santaclaus sem Sandyclaw minnir mig, gæti verið að það hljómi kunnuglega þaðan. Og nei, ekki í neinni útgáfu heldur. Undirskriftin er úr lagi með The Exploited.
Takk, andlit eru það erfiðasta sem ég teikna, og mannslíkaminn yfirhöfuð. Það fer í taugarnar á mér og þess vegna hef ég gert lítið annað núna í einhverntíma en að teikna portait. Er reyndar ekki að spæna þeim út, hef ekki byrjað á annari eftir að ég kláraði Rommel. Heilir líkamar með jafnvel bakgrunni gætu verið á leiðinni, sé til á þá allavegana ekki á lager :)
Ég get séð að það eina sem er e-ð pínu að er kannski munnurinn, línan sem myndar efrivörina er of dökk og það virkar eins og skurður, ef þú skilur hvað ég á við…
Svo eru nefin alltaf erfið :/
Annars bilaðslega flott, hvernig geriru þetta eiginlega…
Jú jú segðu, finnst nefið og munnurinn alltaf mjög erfið. Oft er maður búinn að eyða tíma í eitthvað og lýtur vel út, en af því maður var búinn að einblína svo mikið á þann hlut og stendur svo upp og sér heildarmyndina er það alveg útúr kú hehe. Ég rissa myndina 1st mjög laust upp með 4h. Byrja svo bara efst í horninu til hægri og vinn mig niður. Eftir flötum tóna ég misjafnlega, ef á að vera dökkt fer ég oftar yfir.. layer á layer. Svo nota ég hnoðleður mjög mikið.
Takk, ég er enn að prófa mig áfram, þetta er 5 portaitið sem ég geri, 3 önnur ættu að vera hér inni en setti ekki 1sta inn. Finnst mjög gaman að gera þau :)
Þetta með munninn er t.d. eitthvað sem mér sjálfri var bent á þegar ég fór á myndlistarnámskeið einu sinni… ég hef alltaf átt erfitt með að teikna ekki of “fast”, of dökkar og skýrar línur og það má víst alls ekki í svona andlitsteikningum nema sé verið að teikna gat (t.d. á nefi eða eyra), annars er það eins og skurður.
Já er bara sjálflærður. Hef keypt mér eina blýantsteiknnibók en ekki lesið hana ennþá, bara skoðað myndirnar hehe. En var að byrja í nýrri vinnu í síðasta mánuði og er með geggjaðann mentor þar. Þannig hér eftir er ég byrjaður að læra :)
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..