Já, þann 13 desember næstkomandi verður rosaleg listasýning í Gallerí Tukt staðsett á Pósthússtræti 3-5. í boði listnema Fjölbrautaskólans í Breiðholti.
Sýningin opnar á slaginu 4 og lokar þegar við viljum á 13 des enn annars er hún opin frá 9 til 5 alla daga eftirá.
Sýningin mun standa til 5 janúar og kostar ekkert inn.
Gjörningur og gotterí verður við opnun og endalaus skemmtilegheit.
Gallerí Tukt er framsækið gallerí í hjarta borgarinnar. Gallerí Tukt leitaðist við að endurspegla allt það helsta sem er í gangi á sjónrænum vettvangi í listsköpun hjá ungu fólki s.s. innsetningar, málverk, ljósmyndaverk, teikningar, hönnun, leirlist, grafik, tölvuverk, höggmyndur og fleira. Galleríið er opinn vettvangur fyrir alla jafnt leikna sem lærða á aldrinum 16 - 25 ára sem geta sýnt þar, sér að kostnaðarlausu
Myndir frá fyrri listasýningu sem var haldin í gerðubergi fyrr á árinu.
Endilega mættu og dragðu vini þína með.
Kv.
Listasvið F.B