Mér finnst áferðin mjög flott, kröftug og mjög opin. Minnir á kolateikningu. Líka sé ég að þú hefur þinn egin stíl og ert ekkert feimin/n við að sína hvað þér finnst flott, finnst eins og ég sjái það í þessari teikningu.
Prófaðu kol, og prófaðu mismunandi áferðir, prófaðu t.d. að reyna að teikna t.d. með strokleðrinu.
Prófaðu líka mismunadi blíanta eða mjög harðann og síðan mjög mjúkann. Gerðu mismunandi áferðir með þeim öllum, mjúkar og harðar áferðir með bæði opinni og lokaðari blýantsskrift.
Reindu að æfa þig í að hafa línuna eins og þú villt hafa hana og að passa að teikningin “tóni”, eða að það sé t.d ekki geðveikt hörð lína við hliðina á mjög mjúkri línu í sömu áferðinni. Nema nátturulega þú viljir hafa það svoleiðis.
Vona að þetta hjálpi :P Ef þú skilur mig ekki þá bara ask away :)
Bætt við 9. mars 2008 - 00:01
Mæli með að allir sem vilja æfa sig í teikningu og æfa sig að ná valdi á blýantinum geri þetta.
Ég er nú enginn master en þetta hjálpar mér mikið :P
Afsakið stafsetningar villur…