Jáááá… Maður myndi nú samt halda að meiri áhersla væri lögð á hvað gerðist og kannski sirka hvaða áratug. Varla er svo mikil áhersla lögð á nákvæm ártöl hjá ykkur? Það er hræðilega lítið gildi í að leggja slíkar upplýsingar á minnið. Að öðlast skilning á ástæðum og þróun mála og þekkja til flests sem gerðist myndi ég telja mikilvægara. Ártöl getur maður fundið á 10 sekúndum á wikipediu ef þess er krafist en hitt, að þekkja sögu atburðanna, er eflaust hagnýtara sagnfræðingum.