Ég verð að viðurkenna að mér finnst hryllilega gaman að teikna kjóla. Því var ég ekkert fúl yfir þessu þema. Ég er hins vegar ekki alveg sátt við það hvernig daman stendur. Það er eitthvað kjánalegt við stellinguna…en whatever.
Vá þakka ykkur öll fyrir falleg orð. Þessi fína mynd er ákveðinni tegund af tússlitum að þakka sem ég rakst fyrst á út í bretlandi. Ég held að þetta séu tússlitir sem margir manga teiknarar nota framan á bækurnar sínar. Þeir heita einfaldlega Twin Marker og eru notaðir á sérstakann Bleedproof Marker pappír. Annað settið sem ég á er Touch Twin Marker en hitt settið sem ég á er kallað Promarker. Ég veit að það er hægt að panta eitthvað af þeim á Amazon og mæli eindregið með því eða bara að skella sér í einhverja góða listabúð þegar marr er næst í útlöndum.
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..