Mig langar að benda á það að neðri hlutur afturfótarins (væri í raun rist á manneskju) er styttri en efri hluturinn, sjá skýringarmyndir:
Mynd1 -
Mynd2 -
Mynd3 (Fann enga stærri eftir reyndar stutta leit á google)
Einnig er engin þörf á að fita framfæturna eða stækka löppina sjálfa svona enda eru blettatígrar mjóir og nettir, þetta er frekar í átt við ljón, tígrisdýr og þessháttar. Eyrun eru líka í réttum hlutföllum hjá henni, mættu kannski vera örlítið stærri en ekki alveg svona stór.
Bara vinsamlegar ábendingar, vona að Skotta sjái þetta líka þar sem þetta er líka krítík á hana.
En mér finnst lineartið hjá Skottu voða fínt, útlínustíllinn þá. Mér finnst reyndar skyssustíllinn þinn, Jóhanna, æði líka :)