Þú ert ótrúlega föst í svona basic teikningum. Augun, nefið og varirnar eru svona eitthvað sem allir myndu teikna. Næst þegar þú ætlar að teikna andlit, ekki hugsa þá bara “já augu líta svona út” og teikna þau, eða “varir líta svona út” og teikna varirnar einsog varir líta venjulega út. Þú veist hvað ég er að meina? Án þess að reyna að hljóma einsog einhver big shot egotripping dude þá ertu að gera stóór byrjendamistök.
Horfðu á myndina og teiknaðu eftir myndinni. Ekki bara líta á augun og teikna augu, líta á varirnar og teikna varir, líta á nefið og teikna nef. Skoðaðu smáatriðin, skoðaðu þau vel og teiknaðu eftir þeim. Smáatriðin eru mjög mikilvæg.
btw, Drawing on the right side of the brain er bók eftir Betty Edwards og hún er mjöög góð kennslubók
Bætt við 3. júní 2007 - 20:04
og jájájájá ekki taka þessu einsog ég sé að rakka þig niður eða eitthvað. more like í því að hjálpa og benda þér á.