veistu þú ættir aðeins að róa þig í þessum gagnrýnum þínum. Þau eru hvorki uppbyggileg né til gagns. Þetta er meira svona… eins mikið rakk niður í eins fáum orðum og mögulegt er og það er bara ekki að gera sig.
Ef þú heldur að þú getir sett eitthvað út á mynd þá skaltu gera það á almennilegan hátt. Segja hvðað þér finnst að mætti fara betur, ekki bara “oj, ljótt…” eða “tölvugert er feik” eða fara að rífa þig út af myndum! Það er alveg rétt sem Vincet segir, þú hefur nákvæmlega ekkert efni á að setja svona út á fólki. Ekki svona, fyrst það er a) ekki uppbyggilegt b) ekkert gagn af því. Mig minnir endilega að ég hafi verið að gagnrýna mynd eftir þig og mér fannst þú taka því sem persónulegri áras. Nefndi það að litirnir væri of líkir og þá fórstu liggur við í kerfi. Fyrst að þú getur ekki tekið jafn einfaldri gagnrýni og um liti myndarinnar þá skil ég ekki hvernig þú ætlast til að fólk taki við þessu rakki frá þér. Mér finnst það ókurteist af þér og óviðeigandi.
Það er alltaf hægt að finna einhverja galla við myndir. Þó þeir séu lítilvægir. En það þarf alltaf að horfa á mynd frá hlutlausu sjónarhorni, skoða tæknina sem er að baki. Þó að mér finnist kannski myndin í heild ekki vera flott þá er tækni að baki og það ber að virða þá tækni. Hvort sem það er photoshop eða blýantur, olía eða krít. Hvort sem þetta er fiskur eða maður, þá hefur höfundur myndarinnar alltaf lagt einhverja vinnu og tíma og tækni í myndina og það þarf að horfa út frá því. Í fyrstalagi hvað viðkomandi er góður í að teikna og í öðrulagi hvaða tækni hann leggur í myndina út frá sínum hæfileikum.
hættu þessum mórali. Þú hefur lítið að segja annað en eitthvað rusl svo slepptu því eða byrjaðu að gagnrýna uppbyggilega. Þú ert bara með leiðindi hvernig þú rýnir núna, svo virkilega reyndu að vera uppbyggilegri í svörunum þínum.