alexisonfire:
Helvíti nett mynd, góðir litir og svona. Sést vel hver þetta er. Ég hef verið að fikta smá með svona stensla og það er lúmskt erfitt.
En svona vinsamleg uppástunga sem ég veit ekki hvort virkar eða ekki; Að láta línuna kannski ná fyrir utan ramman? Eða á hliðarnar ef þú skilur mig. Ég held það gæti gert eitthvað fyrir myndina en síðan þá gæti það líka verið algjört klúður, ég veit ekki.
Öll hin fíflin:
Krakkar! Eruð þið að grínast? Listamenn eiga ekki að vera að bera sig saman, allir eru með mismunandi stíl og skoðanir og það gengur ekkert að vera að drulla yfir allt og alla afþví að ykkur líkar ekki hvað aðrir gera.
Ég t.d. er ekki hrifin af svona manga/chibi stíl eins og Zimpo er með en ég virði það að hún er að gera þetta og kannski líkar mér ekki hvernig litaspjaldið hjá henni en mér finnst hún vera með góð ‘expressions’.
Devo er hinsvegar góður í litafræðinni af því sem ég hef séð og líka það að hann heldur alltaf áfram þrátt fyrir að það sé drullað yfir hann. Það er svipað með Raskilnov (Vona að ég hafi skrifað þetta rétt) að ég virði það að hann heldur alltaf áfram og virkilega reynir (Eða svona oftast).
Sumir eru góðir en eru orðnir svolítið cocky yfir hversu góðir þeir eru… *hóst*Spiker*hóst
Það er líka spurning hvað fólk hefur verið lengi að, hvort það hafi byrjað að teikna fyrir alvöru fyrir 2 árum eða 20, taka kannski tillit til þess?
Ókei þetta átti aldrei að verða ritgerð en er ekki spurning um að fólk fari að taka hausinn úr rassgatinu á sér og hættið að bera ykkur saman við hvort annað, ég sé allavegana langoftast eitthvað gott við hverja mynd.
Elskið friðinn!