Systir mín fékk mig til að teikna, þótt ég sé að mínu mati ekki góð í því. Þetta er í fyrsta skipti í 1-2 ár sem ég reyni að teikna eitthvað annað en fleygboga og annað stærðfræðirusl og þar að auki fyrsta mynd sem ég copya eftir annarri. Síðasta mynd sem ég teiknaði var örugglega eitthvað fáránlega einfalt og skakkt svo þetta eru mjög miklar framfarir.
Þetta er mynd úr bókinni Mio, min Mio eða Elsku Míó minn eftir Astrid Lindgren. Textinn er líka úr bókinni á sænsku og er byrjunin á sögu sem “Brunnurinn sem hvíslar á kvöldin” segir.
Endilega segið ykkar álit :)