Svona komment er algjör óþarfi og leiðinlegt.
Þetta er mun betra en það sem ég hef séð eftir þig og hefur þú lítinn sem engann rétt til þess að koma með svona leiðindarskot. Auk þess sem kritík þín á tölvuteiknun er alveg fáranleg. Þetta er eins og að segja að allt sem er gert með olíu sé ljótt eða allt sem er gert með vatnslitum sé ekki list….
og já gangi þér vel að verða góður málari ef þú hafðir ekki hugsað þér að æfa teikningu fyrst, allir vita að teikning er algjör undirstaða í list, einkum málun.
Þessi mynd hefur nokkurn potential.
Hlutir sem þú mættir laga eru t.d. Hárlínan, hún er alltof há, ennið alltof stórt. Kjálkalínan er alltof hörð hægra meginn (okkar séð) miðað við vinstra meginn. Dæmið milli nefsins og munnsins er alltof mikið formað, í svona ljósri teikningu á þetta varla að sjást.
Hvað ertu að nota til að smudge'a?
og bakgrunnurinn er því miður algjör hörmung, frekar að sleppa því að gera neitt heldur en að gera óvandað krot í hann.
Hafðu þetta í huga og ég hlakka til að sjá meira :)