Það er reyndar eitt sem mér finnst flott við þessa mynd (sem ég gleymdi að minnast á áðan), og það er hvernig bakgrunnurinn verður dekkri til hægri…ég ætla rétt að vona að þetta sé ekki bara myndavélin eða eitthvað þannig :D
Mér hefði samt persónulega fundist myndin flottari ef að kallinn væri í neðra horninu, að hann væri beinn (hann hallar smá) og ef skugginn væri aðeins…réttari (finn ekki betra orð, því miður).
Mér finnst þetta samt flottasta málverkið þitt fyrir utan köttinn, hann var í lagi líka…en gerðu mér greiða og reyndu að læra meira…þróast og svona. Það er fáránlegt hvað þú getur lært mikið á því að skoða listaverk eftir aðra (þá er ég ekki að meina að þú eigir að herma eftir öðrum, heldur geturðu lært að nota liti kannski betur, og skyggingar og líkamsbyggingar og svona).
Þegar ég sagði áðan að þú hefðir enga listræna hæfileika þá gerði ég ráð fyrir því að þú hefðir verið að gera þetta nokkuð lengi. Ég vona að þú hafir ekki verið að ljúga að mér þegar þú segir að þú sért nýbyrjaður…ef þú ert nýbyrjaður þá er von fyrir þig ^^
Dance, my puppets! Dance! *Insert creepy-beyond-believe laughter here*