Sæll. Þetta er fín teikning hjá þér. Þó mætti bæta andlitið talsvert að mínu mati. Mannsandlitið er ekki hreinn flötur, það hefur sýna upp og niður punkta. T.d. gætir sýnt byggingu nefsins koma betur fram og hvernig það kemur frá andlitinu. Svo hvernig augntóftirnar eru dýpri en t.d. ennið, gætir haft daufan skugga þar til að sýna dýptina. Ég gerði smá teikningu til að skýra mál mitt betur.
http://www.simnet.is/simmi/ljos.jpg Þarna geturðu séð að ég ákvað hvar ljósið myndi falla á líkamann og andlitið. Þegar ég vissi hvar það var þá get ég giskað hvernig skuggar myndi móta andlitið. Þú gætir t.d. sýnt contrast milli húðarinnar og bandsins með því að hafa bandið dekkra en húðina. Hafa svo ljósa punkta og dökka punkta þar sem bandið ferðast upp og niður yfir andlitð. Til að enn frekar sýna andlitsbygginguna undir. Að auki finnst mér neðri partur handleggsin vera frekar mjór. Þú gætir skoðað ýmsar tísku ljósmyndir eða aðrar myndir (klám myndir haha !) hvernig stelpurnar láta þunga líkamans hvíla á höndunum. Svo er nefið of lítið, það ætti frekar að enda rétt fyrir ofan neðri borðann. Vona að þetta hjálpi :) ef þú vilt fá að vita um eitthvað, ask away :) skal reyna að hjálpa. Þetta er góð byrjun hjá þér og á sér góða möguleika á flottri mynd.