Þegar um veggjakrot eða graff er að ræða er það ósjaldan hrikalega ljótt, en þetta á myndinni er þó vandað. En þó er þetta smekksatriði.
Þú fullyrðir, að veggjakrot og graff sé ósjaldan hrikalega ljótt. En fellir svo þína eigin fullyrðingu með því að bæta inn að það sé háð smekksatriði manna á fallegu og ljótu.
Hvers vegna fullyrðuru um ljótleika graff-sins, staðin fyrir bara að tjá þína skoðun?
En svo við skellum okkur aftur í fyrrnefnda umræðu, um skemmdarverk…
Ég get litið á viðbygginguna við skólann minn sem skemmdarverk :) ekkert sérlega fagurt.
Jújú, þú getur það. En þá geng ég út frá því að skylgreining þín á hugtakinu “skemmdarverk” sé í raun frekar vítt og það vítt að mönnum hugnast að túlka persónuleg gildismött á falllegu og ljótu, sem rök fyrir tilvist skemmda.
Sem sagt, með sömu forsendum, get ég sagt: “þú ert búinn að skemma þig” þegar þú hefur farið í klippingu, sem höfðar ekki til míns persónulegs smekks.
Ég get á sama móti sagt: “Michelangelo skemmdi sixtínsku kapelluna í Róm, þegar hann málaði freskurnar í loft hennar, á 16. öld”…
Og rökstutt þá fullyrðingu mína að kapellan sé skemmd, með mínu persónulegu gildismati á ljótleika og fegurð…
____________________________
Hins vegar er það nú svo, að hugtakið “skemmdarverk” í því samhengi að gera breytingar á eigum annara gegn vilja eiganda eða hönnuðar. Eru ekki endilega háðar fagurfræðilegum sjónarmiðum. Heldur því að eigandi/hönnuður hafi sín mannvirki eins og þeir hafa aflað sér heimilda og réttinda til að hafa.
Í raun ætti það skipta litlu, samkvæmt eignarétti manna. Hvort það sé Kjarval eða Palli prakari að krota eða mála á eignir annara, því brotið er alveg það sama ef þeir hafa ekki heimild fyrir því að mála eða krota á umrædda eigur. Algjörlega óháð því hvort sé ljótara eða flottara.