nei nú ertu að miskilja
ef þér finnst myndin röng, eitthvað rangt við hana þá nátúrulega gagnrýnir þú myndina en á jákvæðan hátt, ekki niðurlæga með leiðinlegum orðum eins og “þetta er ljót” frekar “Þetta er ágæt en þú mættir vanda þig aðeins”
seigjust sem svo að þú ætlir að gagnrýna myndina mína hérna að ofan þá getur þú sagt “Sæt mynd, en mér finnst samnt þetta vera frekar ofnotaður stíll, augun eru líka ekki alveg rétt staðsett á hausnum á honum, svo held ég að eyrun séu kannski of stór” Þetta kallast jákvæð gagnrýni og teiknarinn getur svo tekið það til greina ef hann kýs og prófað að gera öðruvísi næst.
Svo má ekki bera saman myndir við einhvern annan t.d Disney, ég er engin atvinnumaður og get ekki teiknað alveg eins og Disney þá skatlu ekki horfa á teikningua með Disney í huga, heldur með því í huga að mínir teiknihæfileikar ná kannski ekki lengar en þetta, ég kannski get ekki gert betur og þá þarf maður gagnrýni til þess að sjá hvað maður getur gert betur.