Nýplastismi: Piet Mondrian málar þessa mynd árið 1921. Hann tók upp á að einfalda form náttúrunar í grunnform. Með lóðréttum og láréttum línum bjó hann til grindur sem hann svo fyllti oftast með grunnlitum.
Mjög skemmtileg mynd. Ásamt fleiri myndum eftir Piet Mondrian.
Mondrain og Van Doesburg stofnuðu einmitt stefnu sem heitir “De Stijl” árið 1917. Þessi stefna var einmitt með það markmið að sína dulúðina og skypulagið í heiminum. Og notuð þeir einmitt mikið beinar línur og hreyna liti til að túlka það. Þessi stefna dó svo út árið 1931. Þessi stefna hafði mikil áhrif á byggingar og myndlist í Evrópu.
Ég mæli með verkunum
“Contra-composition” eftir Van Doesburg “Composition with Blue and Yellow” eftir Piet Mondrian
Þetta hljómar voðalega líkt naumhyggjunni, þar er reyndar búið að einfalda listina aðeins meira og hafðir t.d. bara hvítir kassar á svörtum eða gráum bakgrunn eða mismunandi þykkar, ferkantaðar, glerplötur á hvítum vegg… Persónulega finnst mér naumhyggjan leiðinleg en ég heyrði að margir málarar sem aðhylltust þá stefnu hefðu hætt að gera þannig listaverk einmitt af því að þeim fannst það svo leiðinlegt…
Ef ég skil þig rétt. Þá held ég að þú sért að tala um stefnu sem heitir “Suprematism” sem er hreifing sem rússnenski málarinn Malevich stofnaði árið 1915.
Ef við erum að tala um sömu stefnuna…
Þá jú, þessi stefna varð aldrei vinsæl og þá sérstaklega ekki í rússlandi.
En þessi stefna gerði víst mikið fyrir listasögun þrátt fyrir ekki marga áhangenendur í upphafi. Hún hafði mikil áhrif á listamanninnn Kandinsky og De Stjil hópnum og einnig lagði þetta svolítinn grunn fyrir Minimalismanum seinna meir.
Minimalisminn kom mikið seinna. Hann hófst upp úr 1960 í Bandaríkjunum. Minimalisminn er eiginleg bæði myndlistar hreyfing og höggmynda (sculpture) list.
En jú þessi stefna eins og ég sagði í fyrra svarinu mínu. Þróaðist eiginlega úr Suprematisma og De Stijl hópsinns.
Ég hef alltaf haldið hæfileikum ofar hugmynd og er í raun bara rosalega þröngsýnn hvað varðar list. Óttalega ólistrænn eitthvað, allavega fyrir mína samtíð :P
Já. Ég skil hvað þú meinar og er svosem ekkert athuga vert við það.
Þú allavegana viðurkennir að þú þekkir eða skilur ekki áhveðna hugmyndafræði á bakvið myndlist. Það er meira enn sumir gera.
Ég lít á myndlistina sem mikið breyðara hugtak en bara kepni um hversu raunverulega menn geta teiknað, málað eða skapað.
Ég persónulega fíla sjálfur mjög margar listastefnur bæði abstract og raunsæjis stefnur. Og ég reyni með minni bestu getu að vera sem oppnastur fyrir nýum hugmyndum og stefnum sem að ég hef kannski ekki skilið áður.
Svo er það annað mál að maður þarf samt alls ekkert að fíla allt. Þó að maður skylji hugmyndafræðina á bakvið það.
jú jú ég skil nú hugmyndafræðina á bak við mikið af þessu. Held þetta tengist líka bara því hvernig ég virka í list. Ég fæ heilmikla útrás ef ég er að mála eitthvað sem þarfnast mikillar nákvæmni og er raunsætt. Fæ þá útrás ekki í gegnum abstrakt. Hef reyndar ekki mikið prófað að mála abstrakt en ég bara veit það að ég myndi ekki fá eins mikið útúr því. Ertu eitthvað sjálfur í því að mála/teikna/skúlpta?
Já, ég er að mála og teiknamest surealísk málverk og teikningar.
En þrátt fyrir að ég sé í þessum nákvæmnis raunsæis(draumkenda) leika, þá er ekkert sem segir það að ég geti ekki fílað aðrar stefnur eins og abstract.
Þær myndlista stefnur sem ég fílamest núna eru: Surreal, Pittura Metafisica, Op Art, Pop Art, Suprematism, ofl.
Eins og ég hef sagt hér áður, þá er myndlist ekki bara keppni um hver geturgert nákvæmasta raunsæis verkið…
Myndlist er svomiklu meira.
Þó að hver sem er getur gert kassa og litað á striga þá er ekki hver sem er sem gerir það.
Oft á tíðum er djúpar sálfræðilegar, heimspekilegar og tilraunakendar kenningar á bak við svona verk.
Og höfundur þessara verks var einmit að velta stýlhreinleka og grunnlitunum fyrir sérá heimspekileganhátt.
En burt séð frá því hvaða meinig listaverksins er þá er þér guð velkomið að tjá þínar skoðanir um það. eg var bara aðeins að fræða þig um þessa hugmyndafræði.
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..