Það eru tveir gallar sem ég sé í þessari mynd:
1) Myndbyggingin leiðir augað í neðra-vinstra horn myndarinnar, og þar er ekkert að ske í myndinni og hún virkar óspennandi fyrstu tvær sekúndurnar sem maður horfir á hana. Sekúndur sem að gætu kostað höfundinn sölu reyni hann/hún að selja verkið á sýningu.
2) Svæðið þar sem hárið endar í litamynstrinu… Það angrar mig eitthvað við það… svona eins og það sé óklárað og á óheppilegum stað í miðju myndflatarins.
Ég er með eina ábendingu í viðbót varðandi litina í myndinni, en það má vel vera að ég sé bara að rugla enda litblindur.
Eins og ég sé myndina, þá finnst mér litirnir svolítið hefðbundnir. Ég er búinn að fikta aðeins í litunum til mér til rökstuðnings og setja upp tvö dæmi um liti sem að mér, persónulega, finnst meira spennandi:
Dæmi 1Dæmi 2Hérna eru litirnir meira æpandi og utan hefðarinnar. Persónulega er ég spenntari fyrir myndinni þannig, en ég var alinn upp í pönkinu, þannig að það gæti verið orsökin… Þetta er svo rosalega persónubundið.
P.s. Ég verð ekki sár ef þú ert ósammála. :)