Þessi sem ég keypti er frá Wacom og kostaði 12.000kr., en hann er með tveggja ára ábyrgð og með þeim nákvæmari og vandaðri sem fást á markaðnum. Þetta er reyndar minnsta týpan frá þessum framleiðanda, en ég er ekki að vinna við svona grafík þannig að ég læt það ógert að kaupa svona dýr upp á 200.000 kr.
Það er hægt að fá minna vandaða penna á allt niður í 3000kr. en þá virka þeir öðruvísi en þeir dýrari.
Nokkrir hlutir sem maður vill hafa á hreinu þegar maður er að spá í svona penna:
Þrýstinæmni (pressure sensitivity): Ef penninn er ekki með svoleiðis, þá gætirðu allt eins hent peningunum á dekkjabrennuna. Þegar penni er með þrýstinæmni, þá “finnur” hann hve fast maður ýtir honum á flötinn og ræður það því hvað línan verður þykk/mjó og dökk/ljós.
Nákvæmni (accuracy): Flestir pennarnir á markaðnum í dag eru ásættanlega nákvæmir, en þegar maður er að teikna fíngerða mynd geta þessir óvandaðri orðið frekar pirrandi þegar strikin lenda annars staðar en maður í raun teiknaði þær með pennanum.
Forritanlegir takkar: Geta verið þægilegir. Þá getur maður breytt því sem að ákveðnir hnappar á pennanum gera; afturkalla síðustu aðgerð/línu, opna PhotoShop, Slökkva á tölvunni… Allt sem manni gæti dottið í hug.
“Strokleður” aftan á pennanum finnst mér því sem næst nauðsynlegt.
Áreiðanleiki framleiðandans: Sölumennirnir segja auðvitað að allt sé pottþétt, best er að spyrjast um hjá þeim sem eru óháðir og hafa reynslu… eitthvern sem að vinnur við að nota svona penna, kanski.
Virkar penninn á tölvunni þinni? -Lesa á pakkann hvernig tölvu og stýrikerfi maður þarf að vera með til þess að nota pennan. Best er að vera með talsvert betri tölvu en pakkinn segir, annars getur penninn “laggað”. Þá kemur línan inn á skjáinn kanski sekúndu eða lengra eftir að maður teiknaði hana með pennanum. Þá er þetta einfaldlega eins og að teikna með bundið fyrir augun.
Dýrari pennarnir geta hermt nákvæmlega eftir blýanti, blek og kúlupennum o.fl. og ég mæli hiklaust með þannig fyrir þig, því þá losnarðu við allt skannavesinið. :)
Þannig að til þess að svara spurningunni beint:
Svona penni kostar nákvæmlega það sem þú ert tilbúin að eyða í hann, það er bara spurning um gæðakröfur.
Þegar ég hef tíma, þá er ég að hugsa um að hreinskrifa þetta svar og senda inn sem kork eða grein, hugsa að einhverjir njóti góðs af því að fræðast um þetta. :P