Ah, já, augað átti að vera þarna þar sem það er. Ég var að stæla Dali, en svipuð andlit má finna á mörgum af myndunum hans.
T.d.
hér (liggur á jörðinni með klukku breidda yfir sig), og
hér. Þessar andlitslöguðu verur Dalis bættu inn draumkenndu andrúmslofti í myndirnar og sköpuðu rólega stemningu, en það var einmitt það sem ég var að reyna að gera: Mynd sem var með all-óhugnarlegu myndefni, en samt rólegt yfir henni… Skapilla leðurblakan í neðra-vinstra horni myndarinnar slær reyndar aðeins á það, en í heildina er ég sáttur við þessa mynd.
Ég hef lokið áfanga í anatómíu og á tvær anatómíubækur hérna eitthvers staðar… Þetta er bara spurning um að læra reglur til þess eins að brjóta þær. :)