Veit ekki alveg hversu “hardcore” teikninámskeið þú ert að pæla í, en ég hef einmitt sjálf verið að leita að góðum skólum yfir sumur. Reyndar ekki allir komnir með stundaskrá fyrir sumarið 2011, en það kemur eflaust von bráðar, eða þú gætir bara haft samband og spurt. Þessir leggja allir mikla áherslu á realisma og nákvæmni, svo ef þú ert spennt fyrir eru hérna nokkrir sem eiga að vera góðir :)
Atelier Stockholm:
http://www.atelierstockholm.se/ Í Svíþjóð, nokkur sumarnámskeið auk fulls náms.
Studio Escalier
http://www.studioescalier.com/image/summer.2011.htmlFranskur skóli, með 12 vikna sumar workshop.
Angel Academy of Art
http://www.angelartschool.com/workshops.html#workshopslist Er í Flórens, ítalíu. Mörg mismunandi sumarnámskeið.
LAAFA
http://www.laafa.org/Er í Los Angeles, mörg námskeið yfir árið.
Þetta eru ekki allt ‘venjulegir’ skólar sem gefa BA gráður og þannig, heldur stofnanir sem einbeita sér að intensive og góðri teikni- og málunarhæfni. Því miður ekkert of ódýrt, en væri svo sannarlega þess virði.