Næstu tvær helgar verður hún móðir mín að selja í kolaportinu og var hún svo yndisleg að taka að sér að selja eitthvað af myndunum mínum, jólakort og annað smávægilegt í leiðinni.
Þannig að næstu tvær helgar (18.-19. & 25-26.september) verður hægt að kaupa fallegar innrammaðar myndir, jólakort eða aðra gersemar. Endilega droppið við og hver veit nema þið finnið einhvern fjársjóð til að taka með ykkur heim!
Þegar við fáum að vita hvar við verðum þá ætla ég að teikna kort og mun linka því hér svo auðveldara verður að finna okkur. Verðum einnig með fallegar prjónavörur (prjónaskó, trefla, kraga og svo framvegis) gjafavörur, Vhs spólur og ýýýýmislegt fleirra skemmtilegt!
Til að gefa ykkur betri hugmynd hvernig myndir ég hef verið að gera þá endilega droppið við í galleríinu mínu á DeviantArt. Er að láta prenta út nýja kortalínu fyrir árið 2010 en þau verða bara til sölu seinni helgina og svo verður hægt að hafa samband við mig til að kaupa þau fram að jólum. Einstök jólakort sem verða 5 í pakka á 500kr með umslögum. Verð líklega einnig með merkimiða í sama stíl svo enginn má láta sig þetta missa! Auglýsi það betur seinna gegnum facebook síðuna mína (facebook.com/cilitra)
http://cilitra.deviantart.com
Bætt við 18. september 2010 - 11:13
Básinn er hægra megin á E ganginum, þeas. E16!
Endilega kíkjið, litríkasti básinn á ganginum :D
cilitra.com