Það er alveg hræðilega erfitt að selja list á Íslandi og ég veit ekki hvort það sé nokkuð auðveldara úti í heimi.
Ég er búinn að vera með pælingu þar sem ég er að vinna í húsgagnaverslun að nýta veggplássið í svona listaverkasölu fyrir rísandi stjörnur. En sem stendur eru veggirnir allir uppfullir af eftirprentunum af frægum listaverkum sem við seljum.
Maðurinn sem útvegaði okkur verkin lést fyrir nokkru svo ég hugsa að við tökum ekki fleiri. Þannig að þegar eftirprentanirnar seljast þá gæti þetta kannski orðið að veruleika hjá mér. En ég þarf þá líka fyrst að sannfæra eigandann um að þetta sé sniðugt. Þegar eftirprentanirnar seljast þá fær búðin allan hagnaðinn, en ef við værum að selja upprunaleg verk eftir óþekkta listamenn þá held ég að við myndum ekki taka mikið fyrir söluna. Þannig að eftirprentanirnar eru arðbærari nema kannski fengjum við samt meiri traffík út á orginalana sem gæti svo skilað sér í aukinni sölu í húsgögnunum sjálfum… Þetta er allt svo flókið enda bara á algjöru frumstigi ennþá.
Ég er með smá tilraun í gangi núna, ljósmynd sem ég tók prentaða á striga í blindramma og flottum ramma við innganginn á búðinni. Set 35. þús á hana:
tæp 15. þús = strigaprentun og blindrammi.
10. þús = fansí rammi.
rúm 10. þús = vasinn minn.
Hún hefur alveg fengið athygli og flott komment, en enginn kaupir demitt! :Þ
Hérna er myndin:
http://this.is/alliat/ljosmyndir/files/pl_13_detail_1.pngViltu kaupa? :P