Ég veit ekki til þess að það sé til neitt ‘starter kit’ en fyrsta spurningin er ef til vill, hvers konar málingu ertu að leitast eftir?
Ég myndi mæla allavega með akrýl málingu enda þægileg og auðveld að vinna með. Olían er skemmtileg en tekur langan tíma að þorna. Ég varð sjálf ekkert hrifin af vatnslitum og bleki fyrr en nýlega enda er ekki hægt að mála yfir mistökin þar.
Ég held að málið sé bara að fá sér nokkrar túpur af akrýl, pappír eða striga fyrir akrýlmálingu, nokkra pensla, pallettu(eða plastbakka) og svo er nokkuð til af málingarbókum með grunni til að kenna manni að nota ákveðna málingu. Einnig er gott að eiga góða pennslasápu og svo er til eitthvað efni, sem ég man ekki hvað heitir, sem lætur akrýl þorna hægar.
Ég kaupi mest mitt úr Litir og Föndur á Skólavörðustíg, í dýrari kanntinum, en allt sem þarf er þar að finna og auðvelt að fá hjálp. En Eymunndsson selur margt af þessu líka. Svo getur vel verið að einhverjir geti bent þér á ódýrari staði.
Gangi þér vel :)