Bamboo borðin frá Wacom væru örugglega besti kosturinn, eins og Ameza benti á. Hins vegar verður að taka eftir að það eru 4 týpur af þeim, svo kíktu á það sem hentar þér best:
http://www.wacom.eu/index2.asp?pid=294&lang=en&spid=15 En eftir því sem ég hef heyrt, þá er Bamboo Fun besti kosturinn fyrir digital list.
Intuos eru einum klassa ofar, en auk þess dýrari. Ég á sjálf þannig borð og er hæstánægð, en hef reyndar ekki prófað Bamboo, sem ég hef heyrt að sé í rauninni alveg jafngott, allavega sem fyrsta teiniborð.
Apple búðin selur þetta held ég örugglega, þótt ég fann ekkert um það á heimasíðunni, tékkaðu bara á búðinni. En þeir eru svosem ekki þekktir fyrir að vera ódýrir. Annars er Tölvulistinn líka með þetta:
http://tolvulistinn.is/voruflokkur/jadartaekiSkrollaðu aðeins niður, þá sérðu nokkur. Þar eru Bamboo Fun A5 (ekki fara undir A5, mæli ekki með því, A6 er of lítið fyrir teiknun) og þau virðast vera uppúr 40k. Efa þú fáir það eitthvað mikið ódýrara á meðan krónan er í rugli.
Gangi þér vel, það er mjög gaman að eiga teikniborð, svo endilega kíktu á málið.