Ég veit að það hafa einhverjir verið að leitast eftir einfaldari greinum varðandi skyggingar og litafræði.
ég bjó til nýjan tenglaflokk neðar á síðunni sem heitir myndlistar grunnur og í hann eiga að fara algjörir grunn tenglar fyrir teikningu, málun, litun.
einhverskonar myndlist 101 tenglar.
Ég hef þegar sett inn þrjá.
einn um litafræði og er á íslensku
Einn um skyggingu
og einn með video-um um teikningu og skyggingu.
og svona í lokin minna alla á að frestur til að skila inn í keppnina er að renna út, svo grípið blað og (einhver hlutur sem teiknar) og komið þessu niður á blað og sendið inn.