Held þú getir nú ekki fengið neitt ókeypis forrit á netinu sem er einsog Photoshop, það er ástæða fyrir því að þetta er rándýrt forrit! :)
Það eru hinsvegar nokkur önnur forrit sem eru annaðhvort ókeypis eða bjóða uppá free trial, en þau eru vissulega ekki öll einsog PS.
SAI - (
http://www.systemax.jp/en/sai/) Virkar bara fyrir Windows svo ég hef ekki prófað það, en á að vera mjög gott.
ArtRage - (
http://www.artrage.com/) meira einsog Painter, er mjög skemmtilegt.
Alchemy - (
http://al.chemy.org/) Reyndar ekkert einsog Photoshop, meira teikniforrit en mæli með að prófa það.
En einsog þú nefndir sjálfur, þá á GIMP að vera gott forrit og er örugglega líkast PS af þeim forritum sem ég hef nefnt. Endilega kíktu bara á það!