Sæl öll!
Þið munið vonandi flest hérna eftir því þegar fyrrverandi stjórnandinn hérna, erekkiher/Skapanorn, bjó til íslenskan teiknihóp á DeviantArt, “Skapamjöðinn”, fyrir einhverju síðan.
Þar sem hún var fór út í nám hafði hún ekki lengur tíma, svo ég og vinur minn erum núna stjórnendur.
Málið er samt þannig að þetta er mjög óvirkt allt og lítil þáttaka! Við höfum reynt að spyrja þar hvað fólk vill gera en höfum fengið lítið um svör. Þess vegna datt mér í hug að spyrja hérna, enda veit ég að góð prósenta hér eru meðlimir. Svo gætuð þið komuð með einhverjar góðar ráðleggingar og hugmyndir? :) Við viljum endilega vita hvað fólki finnst, hvað sé gott og hvað má gera betur.
Við prófuðum t.d. nýlega að lengja þetta í 2 vikur úr 1 viku, en höfum ekki séð neina breytingu á þáttöku og munum því mögulega skipta aftur. Mér finnst líka 2 vikur algjört overkill, það getur tekið fólk hálftíma að gera góða skissu :)
Við höfum nú plön um að hrista aðeins upp í þessu þegar próftörnin er búin, sjáum fram á keppni bráðlega og verðlaun og margt skemmtilegt!
Og fyrir þá sem hafa ekki enn joinað, endilega kíkið við! Og segið fleirum frá, það væri svo gaman að hafa öfluga Íslandskommúnu á dA!
skapamjodur.deviantart.com