Smá forvitni í mér. Er einhver sem stefnir á að fara í listaháskólann í haust? Eða jafnvel seinna, og ef svo á hvaða braut? Eða er einhver nú þegar kominn þangað?
Það sem ég hef heyrt um grafíska hönnun er að það er ekkert svosem farið í forritin heldur meira í pælingarnar varðandi hönninina og fræðilega partinn. Semsagt held að það sé gert ráð fyrir að maður sé búin að læra grunninn og þetta sé svona advance.
Er annars ekki viss, bara heyrði þetta á sínum tíma :)
Á tvær, kannski þrjár annir eftir í FB, svo er það annaðhvort:
Plan (A) - Fara út í skóla, helst í japan eða lönd í evrópu.
Plan (B) Myndlist í LHÍ. Langar dáldið að fara í grafíska hönnun því það er aðeins öruggari peningur í því, en myndlistin kallar meira á mig og auk þess eru svo margir að læra grafíska hönnun og svo fáir er fá einhverja vinnu við það.
Ég er s.s í listaháskólanum á myndlistarbraut. er á þriðja ári þannig að núna er ég á fullu í BA skrifum og strax eftir áramót tekur við undirbúningur að lokaverkefninu.
Vúhúúú…
Og svo í masters nám í mannfræði.
Og ég mæli með myndlistinni í LHÍ það er geðveikt gaman og ég kýs að undirstrika geðveikt, því það er mjög óeðlilegur heimur. þessi myndlistarheimur.
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..