Jæja það vill svo til að ég setti upp PhotoshopCS4 um daginn en er búinn að vinna með Photoshop7 í lengri tíma. Ég er með bæði forritin á tölvunni eins og stendur. Hinsvegar virðist blessað teikniborðið mitt virka betur í Photoshop 7, penninn er sem sagt næmari þar en í CS4.
Einhver lent í svipuðu og ef svo er, er þetta stillingar atriði eða er Photoshop 7 bara að rule-a?
Langar aðeins að forvitnast, munar mikið um að vera með teikniborð? Og hvað kosta svona borð? Sýndist á öðrum þráðum að það væri amk 20þús. Annars er ég að leika mér og læra á CS4.
Jebb það munar mjög miklu að hafa teikniborð. Held að bamboo borðin hér á landi séu á verðbilinu 15-20 þús en svo eru stærri borð alltaf dýrari. Ég keypti mitt á um 40 þús frá ameríku en þá var gengið nokkuð betra.
Það er málið, ég prufaði ekkert bara í korter og gafst svo upp, ég notaði þetta í svona 3 mánuði en svo gafst ég endanlega upp á því. Var reyndar með frekar lítið borð…
Fyrsta teikniborðið mitt var frá Trust og ég notaði það í tvær vikur og var alveg hundómögulegur á því… Hefði þrjóskast lengur en það bara entist ekki lengur en í þessar tvær vikur. Frænka mín gaf mér það eftir að hafa gefist upp á því sjálf og hafði geymt það í kassanum í geymslunni í dágóðan tíma svo engin var ábyrgðin.
Ég keypti mér síðan Wacom tveimur árum seinna og ég var kominn með það alveg á hreint innan þriggja daga. Þá hefur þetta Trust borð bara verið með eitthvað asnalega og ónákvæma nema - enda kostaði það borð bara 5000 kall.
Þá bara hlýtur að vera að þetta henti þér ekki. Það er erfitt fyrir suma að horfa ekki beint á það sem þeir eru að teikna. Hugsa að svona Wacom skjár henti þér betur - Teiknar beint á skjáinn og kostar reyndar dágóða summu.
Bætt við 1. desember 2009 - 23:21 …. Skrambinn… Nú fór ég að skoða Wacom Cintiq teikniborðsskjáina og er hér með ekki lengur voða sáttur og glaður með Bamboo Fun teikniborðið mitt… Verð að eignast svona apparat! Kostar held ég um 150 þúsund kall (minna stykkið) hingað komið. :/
hm… ég veit það ekki, en ég notaði einusinni photoshop7 í windows og fékk mér svo apple og photoshopCS3 og mér fannst penninn virka eins….. … svo þetta gerist varla hjá öllum.. .nema að CS4 sé e-h spes…
Já ég einmitt gerði það áður en ég sendi þetta hérna inn en það virðist ekki hafa nein áhrif á CS4. Mér finnst þetta mjög funky þar sem ég næ miklu meira ‘range’ af fínleika og þykkleika í P7.
Ég fann engan mun á Photoshop 6 og Photoshop CS2 sem ég nota enn í dag. Spurning hvort þú gramsir í preferences stillingunum í CS4 og athugir hvort það sé eitthvað atriði þar sem þér er að yfirsjást… Eins skoða stillinganar í System Preferences (þú ert að nota Mac er það ekki? - Allir með viti nota Mac!) eða finna driverinn á windowsinu þínu og skoða þar.
Sum forrit eiga það til að breyta driver stillingunum á meðan þau eru í notkun en það er voða sjaldgæft samt. Gamla Microsoft Word breyti t.d. lyklaborðinu mínu alltaf yfir á enskt layout, svaka böggandi hehe.
Ég lenti í vandræðum með wacom bambooið mitt en leysti það með því að downloada nýjustu driverunum. Það er einhver galli í photoshop sem gerir þetta að verkum, og lítið hægt að gera nema bara finna nýjustu driverana fyrir wacomið :P
Kannski er tølvan thín einfaldlega ekki ad høndla thad. Thad er mikill stærdar- og gædamunur á 7 og CS4, svo ad thad gæti verid ad thad sé ekkert ad forritinu sjálfu, heldur sé tølvan thín ekki ad ná ad keyra thad rétt.
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..