Getur verið að opacity eða flow á brushunum sé ekki á 100%? Þetta er stilling þarna nánast efst, hliðin á þar sem hægt að er stjórna stærðinni á brush. Ef þetta er ekki í 100% þá gerist nákvæmlega það sem þú varst að lýsa, liturinn verður dekkri þegar maður fer yfir. (sem er hlutur sem maður sækist oft eftir í öðrum aðstæðum )
Í seinna málinu, ég veit ekki alveg hvort multiply stillingin hefur áhrif á þetta, prófaðu að setja það á normal. Ég hef líka haft brushið á dark stillingu og þá fer hann ekki yfir svartar línur. En annars getur það líka verið ef brush er á vitlausri stillingu þá getur þú ekki litað yfir, passaðu að hafa það á t.d. normal. Getur ekki litað yfir lit ef stillingin en t.d. á behind.
Veit ekki alveg hvort að ég sé að svara þér rétt, svoldið óljóst þetta með seinna atriðið ;) Böggaðu mig bara aftur ef þig vantar einhverja hjálp, svo er endalaust af kláru photoshop fólki hérna á /myndlist.