Hvaða forrit eru góð til að klára myndir digitally? lita, skerpa og allt þar á milli. Endilega bendið mér á hvað sem er fyrir utan illustrator. get ekki lært á það fyrir fimm aura.
Ég mæli eindregið með Photoshop CS4 ef þú ert með tölvu sem höndlar það, en svo er Painter X líka alveg frábært máliforrit. Ég hef sjálf aldrei komist almennilega inn í Painter því ég byrjaði á Photoshop, en ég hef heyrt góða hluti. Tékkaðu bara á torrent og gáðu hvort hentar þér betur, en svo geturu líka fengið þér eldri útgáfur af photoshop, sem eru samt ekki jafn nákvæmar.
Ég nota PhotoShop CS2 - Hef ekki séð neina þörf á því að færa mig yfir í nýju útgáfurnar (CS3 eða CS4). Ég prófaði CS4 og það smellti sér á netið og fattaði að það hefði verið “fengið að láni” og neitar að starta sér eftir það. Ég myndi sem sagt ekki fara í CS4 nema þú treystir þér í að gera ráðstafanir eins og að kippa netinu úr sambandi á meðan þú notar CS4 eða setja inn forrit sem að hindrar að CS4 nái að tengjast netinu… Eða punga út 150.000 kalli fyrir CS4 löglega eins og “allir hinir”. ;)
Þú hefur þá ekki fengið forritið á mjög góðum stað ;) Ég t.d. lenti ekki í neinum vandræðum með að installa…eh…frírri útgáfu af CS4, og munurinn á CS2, CS3 og CS4 er sá að línurnar í CS4 eru miklu meira crisp, ekki jafn shabby og í hinum, burn og dodge virka LOKSINS (sem maður notar oft við litun) og overall performance er bara miklu betri.
Já, það gæti reyndar verið að það sé búið að laga þetta núna. CS4 sem ég var með var beta útgáfa sem ég sótti fyrir nokkrum mánuðum hehe. En ég sá annars að það var kominn svona “back pannel” í staðinn fyrir að það sæist í desktoppinn minn á milli glugganna sem böggaði mig svolítið ásamt því að það var búið að stokka hressilega upp í öllum áhöldunum frá því í CS2 svo ég ákvað að vera ekkert að uppfæra í bili. :)
Ég held að mörgu leiti að Painter og Photoshop séu jafnvíg á velli málarans, en Photoshop hefur mun fleiri möguleika heldur en Painter. Ég held að nema þú sért líka að teikna og gera effect þá sé Painter að mörgu leiti mjög gott.
Photoshop líklega… CS3 eða 4 Alias Sketchbook pro 2.0 er líka helvíti sniðugt Svo er Artrage sem er með svona “raunverulegum” tools. þú getur valið fullt af efnum til að mála á og þú sérð t.d. línur í penslaförunum og svona
gimp gott forrit getur verið svolítið erfiðar að læra á það en Photoshop en getur jafnast á við það en það fer eftir kvað þú ert að leita að ef t.d þú værir að vinna að myndasögum í mangastíl þá mundi ég mæla með Manga Studio eða COMICWORKS
Ég veit um eitt forrit sem er einungis gert til þess að lita og teikna í, semsagt ekki líka til myndvinnslu eins og photoshop. Það heitir OpenCanvas og er rosalega gott :3
Bætt við 25. desember 2008 - 16:25 Ég nota OC útgáfu 4.03
Ég hef notast við Photoshop 7 í lengri tíma og hefur það reynst mér vel. Hef prófað Coreal Painter og er það forrit rosalega sniðugt upp á raunverulegar áferðir (eins og olía, akríl, vatnslitir) en finnst mér töluvert óþægilegra að nota það en photoshop. Hef heyrt algjörlega mismunandi hluti um þessi forrit, ´mjög mismunandi smekkur í gangi og kannski eftir því hvað fólk notar fyrst. Mæli með að fá sér PhotoshopCS eða seinna þar sem flest aukadót í dag er bara fyrir það (eins og brushes og svona).
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..