Það kemur ansi fljótt samt. :)
Ég tók mér tveggja daga törn í að teikna bara hendur aftur og aftur og þá var þetta komið mín megin. Það sést samt á Púkalandi að hendurnar eru ekkert fullkomnar, enda hálfgert riss hjá mér oftast og ég geri í því að teikna eitthvað sem dregur athyglina frá höndunum - sérstaklega ef ég sé að þær eru í ruglinu. :P
Ég hugsa að ef ég hefði tíma í aðra svona handatörn, þá næði ég þessu tops. Teikning er ekkert nema æfing æfing æfing og meiri æfing. ;)
Bætt við 11. desember 2008 - 09:49
Ah, og smá tips:
-Fyrst held ég að það sé best að taka sýruhausinn á þetta, leggjast upp í rúm og skoða hendurnar á sér vandlega. Taktu eftir því hversu langt aftur fingurnir beygjast og hversu langur hver fingur er miðað við næstu fingur við hliðina á.
-Byrjaðu svo á því að teikna hendur bara sem einföld form og gerðu svo sýnilegu útlínurnar þykkari en földu útlínurnar (fingurnir sem eru á bakvið aðra fingur t.d.). Þetta hjálpar manni að átta sig á því hvernig fingurnir eru staðsettir.
-Þú getur svo æft þig í að teikna heilsteyptar útlínur handarinnar frá hinum og þessum sjónarhornum. Hafðu í huga að lófamegin á fingrunum eru kúptar (bognar) línur á milli liðamóta jafnvel þótt fingurnir séu beinir. Þumalfingurnir eru líka oftast sveigðir út á við (frá lófanum) og svolítið í laginu eins og bananar. Þegar finigurnir eru beygðir, þá koma svona skýr strik inn að liðamótunum og kúptu línurnar sem ég minntist á ýkjast upp.
Ég veit ekki hversu mikið þetta hjálpar en mergurinn málsins er að ef maður er óöruggur með hendurnar, þá er alltaf best að fara betur í grundvallaratriðin eins og að teikna hendurnar sem basic form (sívalningar, og hringir mestmegnis).