Fer eftir því hvort þú vilt læra traditional myndlist eða conceptual myndlist.
Traditional myndlist leggur áherslu á teikningu, anatomiu, rendering og þá kunnáttu að geta teiknað bæði það sem þú sérð í raunveruleikanum og frá ímyndunaraflinu.
Conceptual myndlist er það sem Listaháskóli Íslands kennir. Alls engin tækni kennd og öll áherslan lögð á hugmyndafræðina.
- Því miður virðist þessi kennsla loða við myndlistarkennslu hér á Íslandi.
Ef þú vilt fara í traditional myndlist þá mæli ég með því að fara út að læra, lítið varið í teiknikennsluna hér á landi og færð miklu meiri þekkingu og reynslu þegar lengra er á litið.
Annars bara að vera sjálf dugleg/ur að læra, fara á t.d. conceptart.org og fá krítík og leita þér þekkingar í gegnum tutorialana þar.