Það vill svo skemmtilega til að ég er á myndlistarbraut í FG en út af persónulegum ástæðum hef ég lítinn áhuga á því að vera þar lengur. Svo ég fór að pæla..
Hef heyrt að Borgó sérhæfi sig í teiknimyndagerð/stuttmyndagerð og svoleiðis crappy á listabraut en FB sé hins vegar með bestu listabrautina á landinu og miklu úrvali af áfangum.
Hins vegar þá veit ég ekkert sjálf hvernig fólkið í báðum skólunum er (og væri því gott að fá grófa lýsingu frá þeim sem geta) og hvernig félagslífið sé. Líka hvernig mórall sé í skólunum (klíkjuskapur, erfitt/létt að kynnast fólki …)
Væri ss. mjög gott að fá lýsingu á báðum skólunum og ráð um það hvort væri betra að fara í ef maður hefur mikinn áhuga á ljósmyndun, kvikmyndagerð og teiknimyndum.