Brautin sjálf er fín þó að skólinn mætti vera betri. Listakennararnir eru misskemmtilegir og áfangarnir mismunandi (getur skoðað þá á www.fb.is ). Listabrautin hefur aðstöðu í sérhúsi sem kallast smiðjan. Flestir listabrautarnemendur eru hæfileikaríkir á mismunandi sviðum og ætla sér mismunandi hluti (grafíska hönnun, textíl, málaralist o.fl.). Ef þú hefur hæfileika og vilja(það eru margir sem telja brautina auðvelda og væla bara svo í tíma og segja að þetta sé of erfitt o.s.frv.) þá ættir þú að kíkja á hana. :)
Ég er þar, þetta er alveg ógeðslega skemmtilegt, þótt sumir áfangarnir geti verið alveg drulluleiðinlegir, en það er bara vegna þess að þeir höfða ekki til minnar listastefnu. En maður þarf að læra grunninn til að komast eitthvað áfram.
Þetta er góður staður til að finna sína stefnu. Ég mæli með listabraut í FB.
Ég kláraði listabrautina þarna, mér fannst allt skemmtilegt nema grafíkin (A.K.A. “Sullið”) - féll þrisvar í því faginu líka.
Ah, mæli líka með því að taka ljósmyndunaráfangana - Eftir að þið útskrifist getur sams konar nám kostað tvö-þrjúhundruð þúsund kall, en á meðan þið eruð á listabrautinni, þá greiðir skólinn þetta niður fyrir ykkur.
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..