Já kannski einhver af ykkur vitið hvaða listamaður þetta er.

Fjölskyldan mín er nú stolt af þessum manni helst ég og pabbi minn og ætla ég að sýna ykkur hvað stendur um þennan listamann:

,,Þórarinn Benedikt Þorláksson fæddist 14. febrúar 1867 að Undirfelli í Vatnsdal, næstyngstur 14 barna hjónanna Sigurbjargar Jónsdóttur og séra Þorláks Stefánssonar sem þá var prestur að Undirfelli.

Árið 1885 fór Þórarinn til Reykjavíkur og nam bókbandsiðn sem hann svo vann við hjá prentsmiðju Ísafoldar. Í Reykjavík fékk hann tilsögn í teikningu en árið 1895 hélt hann til Kaupmannahafnar með styrk frá Alþingi til náms í málaralist. Hann kom alkominn heim vorið 1902 en sumarið 1900 hafði hann dvalið á Íslandi og málað fyrstu landslagsmyndir sínar m.a. á Þingvöllum.

Þórarinn opnaði sýningu á málverkum sínum í desember árið 1900 í Reykjavík og var sú sýning hin fyrsta sem íslenskur málari hélt á verkum sínum hérlendis og markaði Þórarinn þannig kaflaskil í sögu íslenskrar myndlistar.

Eitt helsta viðfangsefni Þórarins í málverkum sínum er íslenskt landslag og náttúra og er hann talin hafa lagt hornstein að þeirri hefð sem ríkt hefur hér á landi í landslagsmálun.

Þórarinn stundaði ávallt önnur störf meðfram listinni og voru þau einkum teiknikennsla en einnig var hann í nokkur ár skólastjóri Iðnskólans í Reykjavík. Hann rak jafnframt ritfangaverslun og seldi þar auk ritfanga m.a. teikni- og listmálaravörur. Þórarinn kvæntist Sigríði Snæbjarnardóttur 12 nóvember 1903.
Hann lést í sumarbústað sínum Birkihlíð í Laugardal 10. júlí 1924.''

upplýsingar:
http://english.umm.is/UMMenglish/Artists/Abouttheartist/173


Afhverju er fjölskyldan mín svona stolt af þessum manni?

Það er vegna þess hann er skyldur fjölskylduni minni, hann er langafa bróðir minn og afa bróðir pabba míns og við erum ekki bara stoltir af því hann er skyldur okkur heldur líka við heitum eiginlega það sama.
Pabbi : Þórarinn
Ég : Benedikt
Afi : Þórlákur

Afi hefur eflaust líka verið stoltur af honum, afi fæddist líka árið 1899 svo hann hefur eflaust þekkt hann.

Það kom eitt mér á óvart að hann hafi verið skólastjóri Iðnskólans þar sem ég ætla fara að stunda nám næsta ár eða reyna það.

Ég veit smá mont í mér, ég ætlaði reyndar að spurja ykkur hvar væri hægt að finna um hann en ég gerði það sjálfur svo ég ákvað að skella þessum texta inn og segja afhverju hann er mér mikilvægur.

En eruð þið skyld einhverjum listamanni?:D