Hmm jæja, ákvað að leggja smá af mörkum til að lífga við þetta áhugamál.

Svo ég spyr ykkur til að koma af stað smá umræðu hérna: Hve lengi hafið þið verið að teikna, mála og svo framvegis?

Ég hef verið að teikna síðan ég man eftir mér. Teiknaði mikið af hestum og prinsessum og þannig löguðu:) Ég man eftir einu atviki, þá sat ég inni á “skrifstofu” heima hjá mér, og fyrir framan borðið var þessi mynd af hesti og kind, í svarthvítu, teiknuð(veit ekki eftir hvern, en við eigum amk tvö eintök heima..) Og ég sagði upphátt við sjálfa mig: “ég ætla að verða teiknari.”
En svo lá stóri bróðir minn á hleri og hló að mér:P
Svo fannst mér mjööög gaman að föndra. Heftaði einu sinni saman heila uglu úr pappír.. Og ég gat stungið höndinni inní hana og notað sem brúðu:D Gerði einu sinni brúðuleikhús og svo framvegis.. Notaði mikið af pappír þegar ég var lítil.
Svo í 8. bekk minnir mig kynntist ég Elfwood (http://elfwood.lysator.liu.se/elfwood.pike )(reyndar sagði Eyþór sem vann söngkeppni framhaldsskólanna mér frá síðunni *mont*) En já, þarna fór ég að teikna mikið fantasíu tengt og ég og tvær vinkonur mínar helguðum okkur þessu:) En svo flutti ég burt og þetta dó út..

Ég hef aðallega teiknað. Fiktað smá við vatnslitamálun, en ekkert spes annars. Kann ekkert að teikna í tölvu, nema mjög takmarkað. Blýanturinn er vinur minn:D

Núna er ég á myndlistarbraut og finnst það ææææðislegt. Frábært að geta verið með fólki sem skilur mann! Og mér finnst hræðilegt að hugsa til þess að ég er meira en hálfnuð með námið! En svo er spurning hvað tekur við, Listaháskólinn..? Eða útlönd? We'll see..

Allavega. Just keep swimming, just keep swiiimming.

~ Orkamjás