sösterne gröne strigarnir eru vægast sagt hræðilegir.
Illa strekktir, lítil sem engin “tönn” í þeim og þ.a.l. halda þeir illa málningu.
Sjálfur er ég fátækur námsmaður og kaupi því oftast í verkfæralagernum, þó Revees sé ekkert sérstakt merki eru þeir alveg nothæfir.
Myndi samt mæla með að kaupa dýrari striga ef þú ert að fara að gera verk sem þú áætlar að einhver muni eiga lengi.
Annars er verðið á listavörum hérna heima svo hátt að það nær engri átt..nema upp.
Sem dæmi má nefna prismacolor marker sem kostar 800 krónur stykkið hérna, en einungis 2 dollara eða sirka 140 krónur úti í USA.
Mótmælaaðgerðir á Austurvelli!