Það sem ég komst að fljótlega eftir að ég byrjaði að teikna var að til að teikna mannslíkamann (til dæmis) þarf að þekkja mannslíkamann. Þess vegna er ekki nóg að setjast bara niður og teikna fullt af bláhærðum stelpum með stór augu og stutt pils. Þú þarft helst að teikna fólk úr raunveruleikanum (ljósmyndir eru líka í lagi upp að vissu marki) og þú þarft að gera mikið af því. Smátt og smátt ferðu að þekkja hann betur og betur. Eitthvað sem gerist ekki ef þú reynir að teikna í einhverjum manga/anime/cartoon stíl. Það er eitthvað sem þú gerir eftir að þú actually lærir að teikna.
Svo er annað sem ég sé mjög marga brenna sig á: Fólk segir þér að ef þú viljir vera góður þurfir þú að æfa þig; teikna og teikna og teikna og teikna þangað til það blæður úr höndunum þínum. Það er því miður bara lygi, því það er langt frá því að vera nóg. Þú þarft að lesa þér til um líkamsbyggingu, perspective, litakenningu og svo framvegis.
Það er eins með mannslíkamann og flesta aðra hluti, þú þarft að þekkja hann til að geta teiknað hann almennilega. Þess vegna þarftu að verða þér úti um anatomy bók og læra hvernig helstu vöðvar mannslíkamans liggja, teygjast og kreppast í hinum ýmsu hreyfingum og stellingum. (Dynamic Anatomy eftir Burne Hogarth er bók sem ég mæli með hvað þetta varðar.)
(Ég tek mannslíkamann sem dæmi því það er mun algengara að fólk vilji teikna fólk en epli.) :P
Og svona til áherslu, því ég sé svo ógeðslega marga teikna bara anime og halda að þeir verði einhvern tímann góðir að teikna ef þeir halda því áfram: Ef þig langar að teikna manga/anime/eitthvaðsvoleiðisdót þá er ekki nóg að teikna bara þannig. Þú verður fyrst að skilja raunveruleikann áður en þú getur einfaldað hann. Jújú, þú getur svo sem farið beint í að teikna manga. Það er bara eins og að sleppa því að læra að labba og fara beint hlaupa; þú átt alltaf eftir að hlaupa eins og mongóliti.