Ég teikna og eyði miklum tíma í það og svona, svo er ég með nokkrar myndir [margar reyndar gamlar og ljótar] á síðunni minni, og þar af eina sem ég tók alltaf myndir af jafnóðum, til að sýna hvernig myndin varð til..

Svo kemur einhver nafnlaus manneskja í gestabókina mína og segir að hún hafi séð myndirnar annarsstaðar og þar af leiðandi dregur hún þá ályktun að ég hafi verið að copya myndirnar mínar?!

Uhm já ég er á elfwood og ég er með eitthvað sem ég hef sýnt hérna á huga.. og er ég þá bara að copya af því að ég sýni mínar myndir sjálf annarsstaðar?

Tek það meira að segja fram að undirskriftin mín er á myndunum ásamt dagsetninguni þegar hún var teiknuð.. ætti ég að hafa fyrir því að koma undirskrift einhvernveginn inn á myndina, og þá hvernig í andskotanum?

Djöfull fer svona í taugarnar á mér.