Veit hvað þú ert að fara í gegnum, en að pósta mynd í internetinu verður þú að taka við gagnrýni, annars er bestast að sleppa að pósta, þar til þú ert kominn yfir erfiðleika þína.
Fólk sem segir bara ljóta hluti en reyna ekki að hjálpa þér að æfa þig meir, eiga ekkert að svara. ( Í þessu tilfelli á að tala við vefstjóra/stjóranda um ljóta hegðun ákveðins notanda.)
Fólk sem segja að myndin þín sé geðveik flott og svona, það er skemmtilegt að fá svoleiðis comment, en t.d. á manneskju sem veit að hún ætti að æfa sig meir, veit að það er soldið “false” að fá svoleiðis comments, en þau eru alltaf vel þegin!
Fólk sem gagnrýnir myndina þína, og reyna að hjálpa þér, eru ekki að reyna að særa ákveðna persónu sem sendi inn verk sitt. Auðvitað líður manni illa fyrstu skiptin sem maður fær svoleiðis gagnrýni.. en gagnrýni opnar augun fyrir villum verksins. Fólkið sem gefur gagnrýni eru með reynslu, og sjá villunar auðveldara en aðrir. Ef þú segir að þú vilt ekki taka við gagnrýni, þá myndir þú við og við fá, “Hvers vegna ertu þá að pósta inn?”.
Að pósta inn verk, er að takast við ábyrðina við að pósta verk sitt, að pósta verk sitt er að vita að maður fær gagnrýni.
Maður er oft blindur á sínu eigið verk, svo maður spyr næsta mann hvort hann sjái eitthvað vitlaust.
Ef þér finnst erfitt að taka við gagnrýni, myndi ég reyna að læra að taka við gagnrýni, eða bara sleppa að pósta inn verk. Þetta verður þú að læra að takast við, því að allir eru að takast við gagnrýni, ekki aðeins þú. ;)
Þegar fólk er með gallery á netinu en byður sérstaklega um að vera ekki gagngrýnt á þessum tímapunkti og gefur ágætar ástæður fyrir því, erfiðleika sálfræðilega, er þá ekki bara sjálfsagt að vera ekki að gagngrýna og reyna að segja einhvað fallegt í staðinn ??
Ef þú vilt frið frá öðrum, skaltu taka þér hlé frá Deviantart.Held að það sé einfaltast, því það eru ekki allir sem taka eftir hvað maður er að biðja um og gagnrýna myndina. Á tímapunktinum sem þú ert í erfiðleikunum, er að mínu mati bara best að sleppa að pósta inn.
Maður á alltaf að fagna gagnrýni! ;)