Er rosalega forvitin með hugarana hér, hvað er ykkar stefna með myndlistina?
1.Hvaða skóla/vinnu eru/voru þið í?
2.Ef þið ætlið að vinna við myndlist, hvernig vinnu eru þið að stefna( ef þið eru ekki þegar komin með draumavinnu), ég er að meina að vera listamaður, vinna við hönnun, hugmyndinavinnu, myndasögur(þó varla hægt hér á Íslandi eins og margt annað sem ég nefni hér :P), kvikmyndir, tölvuleikir, auglýsingar, sölu-listamaður (gerir verk til að selja, t.d. verk á veggi á stofunni, týpiska verk t.d. landslag) eða annað sem þið hafið í huga?
3.Hvað þú flokka verk þitt í?( Meina t.d. modern, abstrakt, digital, manga, ekkert sérstakt o.s.frv.)
4.Á að fara út að læra/vinna við draumastarfið( ef þú hefur áætlað þér eitthvað)?
Þið þurfið ekki að fara svo ýtarlega eins og ég :P
Aðeins um mig:
1. Ég er útskrifuð úr Fjölbrautaskóla Breiðholts í Myndlistabraut, og er nú í Margmiðlunarskólanum til að fræðast betur um markaðinn í hönnunar/hreyfimyndagerðar/vefsíðugerðar.
Ég sagði upp í Nóatúni fyrir stuttu og er nú að sjá um vefsíðu, auglýsingar og verslunina fyrir Dal.is, með þeim tilgangi að vinna í kringum markaðinn svo ég læri betur um hvort það sé vit að vinna á Íslandi.
2. Mitt fyrsta draumastarf til að vinna kringum áhugamálið mitt, var að vinna við myndasögur. Eftir fyrsta “fullgerða” myndasögu, sá ég að mig langaði varla að vinna við þetta, og var í villugötum hvað ég ætti að stefna í myndlistinni. Þar til að áttaði mig á að ég gæti unnið við tölvuleiki, og lét ráða mig í hugmyndavinnu í tölvuleik sem er enn í vinnslu( fer ekki lengra með það). Hugmyndavinna virðist vera létt í fyrstu, skyssa það sem þið dettur í hug, en maður verður að skyssa við samráði við hugmynd annarra sem þeir hafa í kollinum, ef þeim líkar ekki við skyssuna, skyssa aftur og aftur, og líka, að vera með hugmynd hvernig maður á að vinna hluti, en fer ekki lengra í það! En þó, í dag er ég enn að átta mig á hvað mig langar, því ég get unnið við svo margt með því sem ég kann, hönnun auglýsinga, vefsíða, hugmyndavinnu og meira í kringum það…
3. Hvernig myndi ég flokka mitt verk.. þetta getur vafist fyrir mörgum sem eru ekki enn viss með verk sín :P, margir segja stílinn minn vera manga, jú kannski, fyrsta myndin sem ég ævinni teiknaði með það í huga að vilja að læra að teikna, þá var það manga, stílinn svissaðist oft úr “manga” í amerkískan stíl og aftur í “manga”, en í dag myndi ég segja að stílinn er enn í vinnslu ;), því að teikningar mínar breytast oftast eftir því hvað ég er að lesa/horfa á. (Ég er ekki mangamaniac, bara koma því á hreinu)
4. Mig langar að fara út að læra meir, maður lærir aldrei nóg. Mig langar helst að halda mér við Evrópu, en þessa stundina er ég að pæla að fara til Kanada. Vinnan sem ég er með núna er á Íslandi, en ef engin vinna fyrir mig er að finna á Íslandi eftir það skelli ég mér bara út, ætti ekki að vera vandamál ;P.
Og endilega… segið aðeins frá ykkar framtíðarplön! :)
Það þarf ekki endilega var það sem ég nefndi hér fyrr.