Kannski að bæta við einu, þeir sem fara í myndlist eru oft lesblindir (þetta virðist mjög algengt), ég meðal annars á erfitt með málfar.
Hér var ég að meina að það virðist algengt, kennarar sem ég hef talað við segja það algengt (meiri segja vefhönnunarkennarinn minn), nemendur og fólk sem ég hitti og tala um óhæfni sína í tungumálum, en alla vega 1/4 af þeim eru súper í öllum fögum (15 ára stelpa sem kom í FB þegar ég var 16 ára og kláraði undan mér FB ;_;). Ég var
ekki að tala um að ALLIR sem fara í myndlist séu lesblindir, heldur að það virðist vera algengt..
Annað sem mér finnst mjög óþægilegt.. er að þegar fólk talar við mann eins og maður hafi aldrei farið í Íslensku.. mér finnst t.d. óþægilegt að tala um hvernig mig gékk í íslensku í framhaldsskóla, og finnst það enn. Mér finnst óþægilegt að fá skell á andlitið strax og fyrsti korkurinn sem ég skrifa, þegar ég er orðin stjórnandi, að ég ætti að læra stafsetningu (það er nú málfarið sem er vandamálið, ekki stafsetningin) en það er ekki illa meint en það er mér mjög viðkvæmt mál að vita að ég get ekki haft
samskipti við fólk nema að bull fari úr mér, þetta vandamál er meðal annars þegar ég TALA, ekki bara þegar ég er að SKRIFA.
Ókei, þú ert stjórnandinn. Ókei, þú ert fyrirmynd.
Lærðu stafsetningu!
Það eru villur í öðru hverju orði. Finnst það alveg lágmark að korkar og tilkynningar sem stjórnendur láta frá sér séu rétt stafsettar.
Lestu þetta aftur, bara núna að ímynda þér að þú sért léleg í íslensku tungumáli og tvítug sem póstaði korkinum sem reyndi alla vega að vanda sig við skriftina.
Jú, ég reyni að kynkja því, þegar bent var á óhæfni mína, en þegar fólk (sem ég hef aldrei hitt og er eiginlega að tala við í fyrsta sinn) biður fram “hendi” sína til að laga þetta, verð ég að viðurkenna að það síður þá í mér, ekki illa meint, ég veit að þú vilt hjálpa mér (ég er ósanngjörn, ég veit að því líka), en þetta er mér mjög viðkvæmt mál, og vil heldur að mér náskyldir hjálpi mér í þessu vandamáli. En ég þakka fyrir hjálpina með korkinn, því ég sá ekki vandamálin fyrr en ég las leiðréttinguna.
Aðrir sem komu undan mér í Myndlistabraut í FB voru enn í FB þegar ég útskrifaðist, þeim finnst það t.d. óþægilegt að segja öðrum nema þeim sem þekkja þetta vandamál að íslenskan, enskan og danskan sé að haltra þeim frá útskrift, tungumálið er fyrir þeim, hvernig skyldi þeim líða að fólk segi þeim að læra, þegar þau gera allt til að geta ná framförum í faginu? :S
Hví þarf ég að vera fyrirmynd? Ég er aðeins notandi sem hafði áhyggjur af ástandi áhugamáls, því enginn virtist sækja um eða voru ekki sammþykktir. Stjórnendur geta líka haft þessi vandamál. Þeim er ekki sagt að vera “fyrirmynd” heldur aðeins að sjá um áhugamálið með áhuga í huga en auðvitað vill maður vera fyrirmynd svo fólk fari að stunda þetta áhugamál enn meir en það hefur núna gert upp á síðkastið.
Síðustu 3 árin hef ég reynt að halda mér fjarri því að senda greinar í huga, því ég veit að stafsetning og málfar þarf að vera rétt, svo ég nota korkinn, meikar sense, aye?
Annars er annar notandi að verða stjórnandi, vonandi.
Hvers vegna skrifaði ég þetta allt?
En ég vil taka að ofan fyrir þér, fyrir að hafa boðist til að leiðrétta greinar og tilkiningar sem stjórnandinn sendir. Það er fallega gert af þér ;)
Jamm :] Ég var eiginlega bara að segja þetta af því að hún sagði þetta svo blátt áfram eins og allir sem teikna, mála eða eitthvað annað séu lesblindir eða eru í erfiðleikum í íslensku..
Eins og þú sagðir, þetta er bara einstaklingsbundið
:/