Í tilefni af því að 10 ár eru liðin frá því að Leonard da Vinci starfsmenntaáætlunin hóf göngu sína, efnir Landsskrifstofa Leonardó á Íslandi til samkeppni um útfærslu á hugmynd eftir Leonardo da Vinci.




Samkeppnin er opin öllum nemum á starfsmenntasviðum framhalds- og háskóla. Eina krafan um útfærslu á hugmynd er sú, að hún feli í sér skýra skírskotun til Leonardo da Vinci. Efniviður og vinna getur verið í hvaða formi sem er, grafísk hönnun, smíðisgripur, hlutur úr súkkulaði, hárgreiðsla, margmiðlunarverk eða annað sem fólki dettur í hug.




Verklýsing og upplýsingar um hvaðan hugmyndin er sótt fylgi með, auk upplýsinga um þátttakanda (CV). Nafn og ferilskrá þátttakanda fylgi með í lokuðu umslagi. Skipuð verður þriggja manna dómnefnd sem metur verkin og skilafrestur er 10. maí 2005.




Í verðlaun eru ferð til Parísar fyrir tvo og dagskort í Louvre safnið þar sem meðal annars er að finna Monu Lisu, frægasta málverk Leonardo da Vinci.




Nokkar vefslóðir þar sem finna má upplýsingar um Leonardo da Vinci og verk hans:




http://www.mos.org/leonardo/ - sérstaklega þessa undirsíðu: http://www.mos.org/sln/Leonardo/InventorsWorkshop.html


http://www.visi.com/~reuteler/leonardo.html


http://www.davincistore.com/


http://www.museoscienza.org/english/leonardo/invenzioni.html


http://www.lib.stevens-tech.edu/collections/davinci/inventions/index.html


http://www.leonet.it/comuni/vinci/





Landsskrifstofa Leonardó á Íslandi er ábyrgðaraðili samkeppninnar og umsjón með henni hefur vinnuhópur, sem í eru Ásta Sif Erlingsdóttir, sem stýrir starfinu, Sigurður Guðmundsson og Þórdís Eiríksdóttir.