Ég held að aðal ástæðan fyrir því hvernig krakkar teikna sé sú hve lélegir myndlistakennarar eru í grunnskólum landsins. Það er auðvitað mikilvægt að læra um súrrealisma og impressionisma í myndlistartímum, en mér finnst persónulega að það ætti að KENNA OKKUR AÐ TEIKNA! við eigum að læra að skyggja, gera fólk í mismunandi stellingum og í raun bara að teikna, en ekki bara að líma saman mismunandi form til að búa til eitthvað ‘'listaverk’'. Mér finnst þetta alveg fáránlegt og legg til að myndlistakennarar í grunnskólum, gagnfræðiskólum, miðskólum og háskólum (ef það er kennd myndlist upp úr grunnskóla, það er) ættu að kenna meira heldur en bara sögu myndlistar, því að til þess að maður fái einhvern áhuga á myndlist þarf maður að teikna sæmilega, því ef maður teiknar ágætlega þá fer maður að teikna meira og meira og fer að skoða myndir (ég fer t.d. daglega á eina mjög góða myndasíðu) og ef maður fer að skoða myndir þá er mun líklegra að maður fái áhuga á málverkum og ef maður fær áhuga á málverkum þá fær maður áhuga á myndlistarsögunni!
En maður fær ekki áhuga á því að teikna ef maður er bara látinn sitja inni og raða saman formum í staðinn fyrir að læra að teikna skissur og þannig lagað.
Dance, my puppets! Dance! *Insert creepy-beyond-believe laughter here*