Sælt veri fólkið.
Datt ekki í hug að myndlist væri til umræðu á Huga.is og rakst á þetta fyrir tilviljun. Datt í hug að ganga í liðið. Ég er verulega áhugasamur um myndlist og sanka að mér lesefni um slíka hluti.
Keypti mér bók í Office1 um daginn sem heitir “Saga listarinnar” eftir E.H. Gombrich, hnausþykk uppá tæpar 700 síður og á fínu verði. Alveg svakalega flott bók með óteljandi myndum og umfjöllum um öll helstu meistaraverk og listamenn sögunnar allt frá forn-egypskri list til nútímalistar. Verulega forvitnileg bók og ekkert allt of fræðileg. Mæli með henni.
Annars legg ég sjálfur stund á digital list og held úti vefgallerí á slóðinni www.eldhorn.is/elg
Heyrumst síðar :)
Kv. Elli