Þegar að mannskepnan hefst handa við sköpun eru mörg atriði sem ber að athuga.

Ímyndið ykkur grasmaðk á borgarísjaka… Þegar að sólin sest er ekkert eftir fyrir hann annað en að íhuga hverjum hann vilji skrifa bréf…
Er hægt að taka stærra skref en það? Eða erum við aðeins grasmaðkur á ísjaka? Er það eina sem við skiljum eftir okkur smávægileg för í ísnum sem munu á endanum hverfa þegar að sólin hverfur á þau? Eða getum við reynt að gera ormaslóðina okkar áhugaverða og reynt að varðveita hana örlítið lengur? Lítil hræ okkar verða að brúnni lítilli klessu sem að enginn tekur eftir…Og að lokum… Að lokum brotna litlir líkamar okkar niður á ísjakanum. Sum okkar eru svo óheppin að verða étin af gráðugum mávum eða öndum, önnur okkar tolla ekki á ísjakanum og renna af honum beint ofaní jökulsárlónið þar sem að ekkert bíður okkar nema svört djúpin í öllu sínu veldi (við myndum sennilega lifa í nokkrar sekúndur til að njóta þeirra), eða bátar með hjólum sem að draga okkur ofan í ógurlegt kjölfar sitt á meðan þeir ferja kjötfarma frá útlöndum yfir yfirborð lónsins.
Hvað erum við annað en lítið dýr sem var ætlað að vera á grænum trjágreinum að naga laufblað? Forfeður okkar smíðuðu bölvaðann ísjakann sem við erum föst á og settu hann á flot í jökulsárlóninu! Allt í nafni framþróunnar og tækni!
Aðeins í huganum getum við farið af hinum fjandsamlega ísjaka sem móðir okkar missti okkur út úr sér á.
Erum við eingöngu að hugsa um hvernig lífið er á ísjakanum? Eru sumir sem gera ekkert annað en að tjá veru sína á jakanum í jökulsárlónina? Hver vegna?

Við getum öll yfirgefið ísjakann, en við getum það samt að sumu leiti ekki…